Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvernig á að stoppa stjörnu pólska liðsins?
Icelandair
Ewa Pajor.
Ewa Pajor.
Mynd: EPA
Í leiknum gegn Íslandi 2022.
Í leiknum gegn Íslandi 2022.
Mynd: EPA
Ewa Pajor, liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, mætir á Kópavogsvöll í dag með pólska landsliðinu. Pajor er 27 ára framherji, frekar lágvaxin, en ofboðslega öflug fyrir framan mark andstæðinganna. Í 75 landsleikjum hefur hún skorað 59 mörk.

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sem hefur spilað við Pajor með félagsliði sínu Bayern Munchen, var beðin um að segja frá Ewu Pajor og hvernig væri að mæta henni.

„Hún er náttúrulega einn af betri framherjum heimsins í dag. Hún er fljót, klár, gríðarlega vinnusöm, vinnur mikla vinnu bæði með og án bolta. Hún er klárlega þeirra langbesti leikmaður og við þurfum alltaf að hafa augu á henni. Það er alltaf gaman að spila á móti þannig leikmönnum og þetta verður bara skemmtilegt verkefni."

„Hún leitar mikið á bakvið línu, ótrúlega góð að taka hlaup bakvið og koma svo á móti og fá boltann í fætur. Inni í teignum er hún góð, leyfir manni ekki að dekka sig, er alltaf á hreyfingu og reynir að vera á blindu hliðinni þar sem erfitt er að fylgjast með henni. Ég held hún sé mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu þeirra, en samt sem áður eru þær með aðra leikmenn líka og þetta verður hörkuverkefni,"
sagði Glódís.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var svo spurður hvort hann hefði áhyggjur af því að of mikil athygli væri að fara í að stöðva Pajor. Steini segist ekki hafa talað mikið um hana í aðdragandanum.

„Ég held ég hafi nefnt hana einu sinni á fundi og sýnt kannski þrjár klippur af henni. Við erum að horfa í það að frekar koma í veg fyrir að hún geti fengið boltann. Til þess að það gerist horfum við í hina leikmennina, hvað hinar eru að gera. Við vitum að ef að við erum ekki að stoppa hina leikmennina í að koma sér í aðstöðu til að koma boltanum á hana, þá erum við í vandræðum."

Steini talaði um að Pólland sé beinskeyttara lið heldur en Serbía sem Ísland spilaði við í síðasta leik og íslenska liðið þurfi að vera vakdandi fyrir því og vera með góða boltapressu svo liðsfélagar Pajor komi ekki sendingum bakvið varnarlínuna fyrir hana.

Leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.
Athugasemdir
banner