Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 17:44
Brynjar Ingi Erluson
Ísland með góða forystu - Diljá getur ekki hætt að skora
Icelandair
Úr leiknum á Kópavogsvelli
Úr leiknum á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska kvennalandsliðið er að vinna Pólland, 2-0, í undankeppni Evrópumótsins á Kópavogsvelli, en rétt í þessu var flautað til loka fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Sóknarmenn Póllands voru erfiðar viðureignar framan af í fyrri hálfleiknum.

Fanney Inga Birkisdóttir varði frábærlega áður en hún truflaði Ewu Pajor sem setti frákastið í slá og yfir. Þær héldu áfram að ógna en íslenska vörnin stóð það af sér.

Það var síðan undir lok hálfleiksins sem hlutirnir voru að fara Íslandi í hag.

Malgorzata Mesjasz skoraði sjálfsmark eftir að Bryndís Arna Níelsdóttir hitti boltann illa. Mesjasz skallaði boltann í eigið net áður en Diljá Ýr Zomers tvöfaldaði forystuna með skalla eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Diljá verið sjóðandi heit undanfarna mánuði en hún er markahæst í belgísku úrvalsdeildinni og tók formið greinilega með sér inn í landsliðsverkefnið. Bæði mörkin má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner