Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 06. apríl 2024 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Meistararnir byrja á góðum sigri
Gunnar Vatnhamar skoraði fyrra mark Víkings
Gunnar Vatnhamar skoraði fyrra mark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hart barist í teig Stjörnunnar
Hart barist í teig Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 2 - 0 Stjarnan
1-0 Gunnar Vatnhamar ('45 )
2-0 Helgi Guðjónsson ('73 )
Lestu um leikinn

Íslands- og bikarmeistarar Víkings hófu Íslandsmótið með stæl í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á Stjörnunni á Víkingsvellinum.

Ungt lið Stjörnunnar byrjaði nokkuð vel. Helgi Fróði Ingason átti fyrsta alvöru skotið í leiknum en Ingvar Jónsson var vel á verði í markinu.

Hinum megin á vellinum átti Danijel Dejan Djuric skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf Pablo Punyed.

Liðin skiptust á færum. Helgi Fróði kom sér í annað gott færi en aftur sá Ingvar við honum og þá komst Helgi Guðjónsson í dauðafæri hinum megin en skotið framhjá markinu.

Undir lok hálfleiksins dró loks til tíðinda. Helgi átti fyrirgjöf af vinstri vængnum og á Gunnar Vatnhamar sem skoraði með fallegu skoti í samskeytin nær. Fyrsta mark Bestu deildarinnar þetta tímabilið.

Valdimar Þór Ingimundarson var nálægt því að gera annað mark Víkinga stuttu síðar er hann tengdi við fyrirgjöf Erlings Agnarssonar en skallinn fór í stöngina.

Víkingar náðu í mikilvægt mark á 73. mínútu. Liðin höfðu verið að skiptast á færum og allt opið, en Helgi náði að koma Víkingum í þægilegri forystu er Valdimar kom boltanum á Helga sem kláraði vel.

Stjarnan var að ná tökum á leiknum áður en annað markið kom og því rennandi blaut tuska í andlit liðsins.

Undir lokin var Örvar Logi Örvarsson nálægt því að gera þetta að leik. Guðmundur Baldvin Nökkvason átti hornspyrnu á fjær og þar var Örvar mættur til að lúðra boltanum, en boltinn í stöng. Ingvar varði síðan vel frá Emil Atlasyni stuttu síðar.

Ríkjandi meistarar deildarinnar byrja því á góðum 2-0 sigri en Stjörnumenn geta nú verið nokkuð sáttir við framlagið, það vantaði bara upp á mörkin. Verður spennandi að fylgjast með báðum liðum í sumar.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    Fram 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
5.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
8.    Valur 4 1 2 1 3 - 2 +1 5
9.    Stjarnan 3 1 0 2 2 - 5 -3 3
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 3 0 1 2 4 - 9 -5 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner