Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Burnley nær samkomulagi við hollenskan bakvörð
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur náð samkomulagi við hollenska hægri bakvörðinn Shurandy Sambo um að ganga í raðir félagsins í sumar en þetta segir hinn afar áreiðanlegi Fabrizio Romano á X.

Sambo er 22 ára gamall og er í dag á mála hjá PSV í heimalandinu en samningur hans rennur út í sumar.

Hann ætlar ekki framlengja við félagið og hefur því verið að líta í kringum sig.

Romano segir að Burnley hafi nú náð samkomulagi við Sambo um að ganga í raðir félagsins í sumar.

Varnarmaðurinn mun skrifa undir fjögurra ára samning við Burnley en samningurinn verður ekki opinberlega kynntur fyrr en í lok tímabils.

Sambo á 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Hollands.
Athugasemdir
banner
banner