Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert erfitt við það að sitja á botninum - „Á hverjum föstudegi fer bróðir minn í lyfjameðferð“
Mynd: Getty Images
Skoski sóknarmaðurinn Oli McBurnie segist ekki sjá neitt erfitt við það að sitja á botninum í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk allt aðra sýn á lífið þegar bróðir hans greindist með krabbamein.

McBurnie og félagar hans í Sheffield United hafa ekki náð þeim árangri sem það hafði vonast eftir á þessu tímabili.

Liðið er í neðsta sæti með 15 stig þegar átta leikir eru eftir og eru yfirgnæfandi líkur á því að það sé á leið aftur niður í ensku B-deildina, en það eru engin endalok í fótboltanum að sögn McBurnie.

Xander, yngri bróðir Oli, greindist með krabbamein fyrir einum og hálfum mánuði, en hann segir að það sem hann þurfi að gera sé erfitt — ekki að sitja í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Litli bróðir minn greindist með krabbamein fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Það setur hlutina í allt aðra ljós. Við erum í besta starfi heims, að koma hingað, og þú myndir kannski halda það að sitja á botninum sé erfitt, en hann fer í lyfjameðferð á hverjum einasta föstudegi og það er erfitt. Að sitja á botninum er það ekki,“ sagði McBurnie.
Athugasemdir
banner