Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Biðin er á enda!
Víkingar hefja titilvörnina gegn Stjörnunni
Víkingar hefja titilvörnina gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar karla á Víkingsvellinum klukkan 19:15 í kvöld.

Biðin hefur verið óbærileg. Margir frábærir leikmenn hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku og hefur eftirvæntingin aldrei verið jafn mikil fyrir deildinni.

Þetta byrjar á svakalegum leik. Ungt lið Stjörnunnar heimsækir Víking í 1. umferðinni, en leikurinn er að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Þá fara níu leikir fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins ásamt einum leik úr Lengjubikar kvenna.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

Mjólkurbikar karla
14:00 KV-KFS (KR-völlur)
14:00 Kári-Uppsveitir (Akraneshöllin)
14:00 Vængir Júpiters-Hörður Í. (Egilshöll)
14:00 KFR-KFK (Heimaland)
14:00 SR-Kormákur/Hvöt (Þróttheimar)
15:00 Árborg-Reynir H (JÁVERK-völlurinn)
15:30 Víðir-Sindri (Nettóhöllin-gervigras)
16:00 Þróttur V.-KÁ (Safamýri)
20:00 Skallagrímur-Ægir (Akraneshöllin)

Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
13:00 Haukar-ÍH (BIRTU völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner