Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 06. apríl 2024 15:10
Aksentije Milisic
Ítalía: Sjöundi sigur AC Milan í röð kom gegn Lecce
Mynd: EPA

Milan 3 - 0 Lecce
1-0 Christian Pulisic ('6 )
2-0 Olivier Giroud ('20 )
3-0 Rafael Leao ('57 )
Rautt spjald: Nikola Krstovic, Lecce ('45)


AC Milan hefur verið að spila frábærlega að undanförnu en liðið situr í öðru sæti Serie A deildarinnar á Ítalíu og er nú með níu stigum meira heldur en Juventus sem situr í því þriðja.

Milan átti ekki í neinum vandræðum með Lecce í dag en Christian Pulisic og Oliver Giroud, fyrrverandi leikmenn Chelsea, sáu um mörkin í fyrri hálfleiknum.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Nikola Krstovic rautt spjald í liði gestanna en leikmenn Lecce voru mjög ósáttir við dóminn.

Portúgalinn öflugi Rafael Leao skoraði eina mark síðari hálfleiksins og því þægilegt dagsverk hjá AC Milan í dag. Liðið virðist vera óstöðvandi um þessar mundir en sigurinn í dag var sjá sjöundi í röð í öllum keppnum.

AC Milan er þá í baráttunni í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þar mætir liðið AS Roma í Ítalíuslag.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner