Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: KÁ, Kormákur/Hvöt og Víðir áfram í næstu umferð
Víðir ætlar sér bikarævintýri í ár
Víðir ætlar sér bikarævintýri í ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kormákur/Hvöt vann 4-2 sigur á SR
Kormákur/Hvöt vann 4-2 sigur á SR
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
KÁ, Kormákur/Hvöt og Víðir eru komin áfram í 2. umferð Mjólkurbikarsins eftir að þau unnu góða sigra í dag.

Víðir lagði Sindra að velli, 2-1, eftir framlengdan leik. David Jimenez skoraði fyrir Víði á 71. mínútu en Ivan Paponja kom Sindra í framlengingu með marki á 84. mínútu.

Daniel Beneitez Fidalgo skoraði sigurmark Víðis úr aukaspyrnu undir lok framlengingar og þá var Oskar Karol Jarosz, leikmaður Sindra, rekinn af velli. Eftirminnilegt sigurmark hjá Fidalgo, sem kom Víði áfram í næstu umferð.

Kormákur/Hvöt vann á meðan aðeins þægilegri sigur en liðið vann SR 4-2. Kristinn Bjarni Andrason og Artur Jan Balicki komu gestunum í 4-0, þar sem báðir gerðu tvö mörk, en SR minnkaði muninn með tveimur mörkum á síðustu tólf mínútum leiksins.

KÁ vann þá Þrótt Vogum, 3-1, í Safamýri. Bjarki Sigurjónsson, fyrirliði KÁ, skoraði tvö og Ágúst Jens Birgisson eitt.

Þróttur V. 1 - 3 KÁ
0-1 Ágúst Jens Birgisson
0-2 Bjarki Sigurjónsson
1-2 Markaskorara vantar
1-3 Bjarki SIgurjónsson

Víðir 2 - 1 Sindri
1-0 David Toro Jimenez ('71 )
1-1 Ivan Paponja ('84 )
2-1 Daniel Beneitez Fidalgo ('120 )
Rautt spjald: Oskar Karol Jarosz , Sindri ('120)

SR 2 - 4 Kormákur/Hvöt
0-1 Kristinn Bjarni Andrason ('28 )
0-2 Artur Jan Balicki ('30 )
0-3 Kristinn Bjarni Andrason ('67 )
0-4 Artur Jan Balicki ('69 )
1-4 Margeir Þór Ragnarsson ('78 )
2-4 Hjalti Már Ásmundsson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner