Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 11:15
Aksentije Milisic
PSG ætlar að borga klásúlu Osimhen - Dovbyk til Chelsea?
Powerade
Osimhen.
Osimhen.
Mynd: Getty Images
Artem Dovbyk.
Artem Dovbyk.
Mynd: EPA
Mbappe og Bruno spjalla.
Mbappe og Bruno spjalla.
Mynd: Getty Images
O'Neil.
O'Neil.
Mynd: Getty Images

Osimhen, Dovbyk, Savio, Sancho, Amorim, James og fleiri eru í slúðurpakkanum góða í dag. BBC tók saman.
_______________________


PSG er sagt vera reiðubúið í að borga klásúlu í samning Victor Osimhen (25) hjá Napoli. Hún hljómar uppá 111.5 milljónir punda. (Corriere dello Sport)

Chelsea hefur einnig áhuga á Osimhen en þá er sóknarmaður Girona, Artem Dovbyk (26) einnig á lista hjá Lundúnarliðinu. (GiveMeSport)

Manchester United ætlar að halda Erik ten Hag sem stjóra liðsins en það er aðalega vegna þess hve fáir góðir kostir eru lausir af stjórum í hæsta klassa. (i news)

Manchester United vill fá 34 milljónir punda fyrir Jadon Sancho en þessi 24 ára gamli Englendingur gæti verið seldur til Borussia Dortmund. Hann er nú þar á láni. (Sky Sport Germany)

Manchester City hefur náð samkomulagi við Troyes um kaup á hinum 19 ára gamla Savio. Leikmaðurinn er á láni hjá Girona. (Football Insider)

Hinn 39 ára gamli Ruben Amorim, þálfari Sporting Lissabon, hefur sagt að hann geti ekki staðfest það að hann verði áfram þjálfari liðsins. Hann hefur verið orðaður við Liverpool. (ESPN)

Chelsea mun ekki hlusta á nein tilboð í Reece James (24) í sumar en PSG er sagt hafa áhuga á kauða. (Football Insider)

Eddie Howe vill halda Bruno Guimaraes, miðjumanni liðsins, hjá félaginu sem lengst. Þessi 26 ára gamli Brassi er algjör lykilmaður hjá Newcastle og hefur hann vakið áhuga hjá stórliðum. (Mirror)

Tottenham ætlar að reyna fá hinn 25 ára gamla Kiernan Dewsbury-Hall frá Leicester City í sumar. (TalkSport)

Ansu Fati (21) er á láni hjá Brighton frá Barcelona en hann mun ekki snúa aftur til Brighton á næstu leiktíð. Lið á borð við Wolves, Sevilla og Valencia hafa öll áhuga á leikmanninum. (Sport)

Burnley hefur náð samkomulagi við PSV um kaup á Shurandy Sambo en hann er 22 ára gamall bakvörður. (Fabrizio Romano)

Sean Dyche segir að Everton hefði aldrei brotið af sér á félagsskiptamarkaðnum og misst þar af leiðandi stig á töflunni á hans vakt. (Guardian)

Joao Cancelo, 29 ára gamall leikmaður Manchester City, vill einungis spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. (Sport)

Gary O'Neil segist vera ánægður hjá Wolves og að hann vilji halda áfram að stýra félaginu. Þrátt fyrir það hefur hann kvartað yfir því hversu þunnskipaður leikmannahópur hans er. (Express & Star)

Man Utd er bjartsýnt á að ná kaupa Dean Ashworth frá Newcastle og gera hann að yfirmanni fótboltamála hjá félaginu áður en sumarglugginn opnar. (Teamtalk)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner