Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 12:25
Aksentije Milisic
Sjáðu mörkin: De Bruyne svaraði með stórkostlegu skoti eftir mark Palace
Mynd: Getty Images

Nú hefur verið flautað til leikhlés í viðureign Crystal Palace og Manchester City en staðan er jöfn 1-1.


City hefur oft átt í vandræðum með Palace í gegnum árin en fyrri leikur liðanna lauk með 2-2 jafntefli á Etihad leikvangnum.

Það tók heimamenn einungis þrjár mínútur að komast í forystu en það var hinn stóri og stæðilegi Jean-Philippe Mateta sem þrumaði boltanum í stöngina og inn eftir góða skyndisókn hjá Palace.

Adam var ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar jafnaði Kevin De Bruyne metin með glæsilegu marki. Hann fékk þá boltann frá Jack Grealish og þrumaði honum í samskeytinn fjær.

Bæði lið gátu bætt við mörkum í hálfleiknum en Erling Haaland klúðraði algjöru dauðafæri og þá skaut Jordan Ayew boltanum í þverslánna.

Sjáðu markið hjá Mateta hér.
Sjáðu markið hjá De Bruyne hér.


Athugasemdir
banner
banner