Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 12:45
Aksentije Milisic
Ten Hag hefur engar efasemdir: Ég elska að vera hér
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu en gengi Man Utd á þessari leiktíð hefur verið slakt.


Hollendingurinn gerði flotta hluti á sína fyrsta tímabili en þá vann hann deildabikarinn og endaði í þriðja sæti deildarinnar. Flestir bjuggust við því að liðið myndi byggja ofan á það og gera enn betur á þessari leiktíð en svo reyndist ekki.

Liðið hefur spilað illa í mörgum leikjum og þá hafa meiðsli herjað á liðið allt tímabili. Þessa stundina er t.d. Harry Maguire eini miðvörðu liðsins sem er heill heilsu ásamt hinum unga Willy Kambwala.

„Ég hef engar efasemdir, ég elska að vera hér," sagði Ten Hag þegar hann var spurður út í það hvort hann trúi því að hann verði áfram stjóri liðsins á næstu leiktíð.

„Þetta er áskorun. Úrslitin eru ekki að falla með okkur en ég er viss um að við komumst á þann stað sem við viljum vera á."

Man Utd mætir Liverpool á Old Trafford á morgun í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner