Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 09:24
Elvar Geir Magnússon
Tímasetningu á KA - HK breytt - Spilaður 13 á morgun
Úr viðureign KA og HK í fyrra.
Úr viðureign KA og HK í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KSÍ hefur samþykkt ósk KA og HK um tímabreytingu á viðureign liðanna í 1. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn átti að fara fram klukkan 17:00 á Greifavellinum á morgun en verður klukkan 13:00, á sama velli.

Það hefur verið mikið fannfergi á Akureyri og KA-menn verið að moka snjó úr stúkunni sinni síðustu daga til að gera allt klárt fyrir leikinn. Spáð er snjókomu og vindi á morgun en veðrið á að vera betra fyrri partinn svo ákveðið hefur verið að breyta leiktímanum.

HK-ingar munu keyra norður í dag og gista á Akureyri.

Svona verður fyrsta umferðin:

laugardagur 6. apríl
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

sunnudagur 7. apríl
13:00 Fram-Vestri (Lambhagavöllurinn)
13:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
19:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

mánudagur 8. apríl
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner