Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 07. mars 2024 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra stóð upp úr - „Þetta er minn uppáhalds leikmaður"
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir var virkilega öflug í báðum leikjum gegn Serbíu í einvíginu mikilvæga sem fram fór í síðasta mánuði. Hún skoraði mark Ísland í fyrri leiknum og lagði svo upp mikilvæga jöfnunarmarkið í seinni leiknum.

Alexandra hefur verið að koma aftur sterk inn í landsliðið eftir meiðsli og var hún besti leikmaður íslenska liðsins í einvíginu gegn Serbíu.

„Hún er búin að vera að glíma við meiðsli og maður hefur beðið eftir þessu, að hún komi inn í þetta," sagði undirritaður þegar rætt var um íslenska kvennalandsliðið í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í síðustu viku.

„Þetta er minn uppáhalds leikmaður í kvennafótbolta í heiminum. Hún er búin að vera það í fjögur eða fimm ár, síðan hún fór í Breiðablik. Mér finnst hún ógeðslega skemmtilegur leikmaður. Það sem hún kemur á borðið inn á þessa miðju er bara geggjað," sagði Gylfa Tryggvason, aðstoðarþjálfari HK, og hélt áfram:

„Hún er grjóthörð, er að tuddast og togast. Hildur Antons kom reyndar líka með það. Alexandra er á milljón og er að vinna endalaust. Ég væri til í að sjá hlaupatölur, gögnin. Ég var rosalega hrifinn af Alexandra-Hildur-Karólína miðjunni. Alexandra bindur þetta allt saman."

„Mér fannst hún stórkostleg í þessum leikjum og mér finnst hún bara geggjaður leikmaður."

„Af þeim leikmönnum sem spiluðu þessa landsleiki þá stóð hún upp úr. Það er frábært að fá hana aftur og hún minnir á sig. Hún neglir þetta sem er frábært og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og áframhaldandi uppbyggingu að hún sé partur af því. Þessi miðja gæti verið miðjan okkar næstu ár," sagði Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, í þættinum sem hægt er að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Einvígið gegn Serbíu: Sveindís tók yfir og Ísland áfram á meðal 16 bestu
Athugasemdir
banner
banner
banner