Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 25. apríl 2024 12:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fram fær tvær á láni (Staðfest)
Mynd: Fram

Þær Jóhanna Melkorka Þórsdóttir og Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir skrifuðu undir lánssamning við Fram undir lok félagaskiptagluggans í gær.


Jóhanna kemur frá Stjörnunni en hún þekkir mjög vel til hjá Fram þar sem hún var fastamaður í liðinu á síðustu leiktíð. Hún leikur sem varnarmaður.

Hin 16 ára gamla Þórdís kemur frá Víkingum. Hún kom við sögu í fjórum leikjum hjá Víkingi í Lengjubikarnum í vetur og þá kom hún inn á sem varamaður þegar Víkingur vann Val í leiknum meistari meistaranna á dögunum.

Þær verða klárar í slaginn þegar tímabilið í Lengjudeildinni hefst. Fyrsti leikur liðsins í deildinni er heimaæleikur gegn ÍR á heimavelli en fyrst mun liðið mæta ÍH þann 1. maí í Mjólkurbikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner