Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 25. apríl 2024 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sótti einn af sínum bestu vinum - „Gott að eiga hann ef eitthvað kemur upp á"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hinn 37 ára gamli Beitir Ólafsson gekk til liðs við HK frá KR í gær.


Þessi reynslumikli markvörður er uppalinn í HK en hann samdi við KR árið 2017 eftir að hafa verið eitt sumar í herbúðum Keflavíkur.

HK lagði Þrótt af velli í Mjólkurbikarnum í gær og eftir leikinn var Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK spurður út í komu Beitis til félagsins.

„Það er allavegana eitt sem við þurfum aldrei að efast um og það er að Beitir Ólafsson er í toppstandi. En hann er einn af mínum betri vinum, æskuvinur. Hann er ekki að koma inn í hópinn okkar og æfa með okkur, bara ef eitthvað kemur upp á í markvörslunni er gott að eiga hann. Hann er vonandi ennþá hörkumarkmaður, hann er allavegana ennþá í toppstandi,"


Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Athugasemdir
banner
banner