Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 25. apríl 2024 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi: Verkefninu er ekki lokið
Mynd: Getty Images

Xavi verður áfram stjóri Barcelona þrátt fyrir að það hafi verið búið að gefa það út að hann myndi yfirgefa félagið í sumar.


Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði fyrir spænska stórveldið en það stefnir í að félagið vinni ekki neinn titil í ár.

Stjórn Barcelona hefur verið að reyna sannfæra Xavi um að halda áfram með félagið undanfarið en það tókst loksins í gær þegar Xavi fundaði með Juan Laporte forseta félagsins og fleirum í stjórninni.

„Ég er mikill Barcelona maður, það er mikilvægast í þessu að hugsa um félagið. Ég hitti forsetann í gær og við ræddum málin, ég fann fyrir stuðningi frá honum, Deco, Bojan og allri stjórninni," sagði Xavi.

„Stuðningur leikmannana hefur verið mjög mikilvægur. Þeir hafa látið mig sjá að ég verð að halda áfram. Ég veit að verkefninu er ekki lokið jafnvel þótt við vinnum ekki titla á þessu tímabili. Stuðningsmennirnir hafa einnig látið mig hugsa mig tvisvar um."


Athugasemdir
banner