Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 20:36
Elvar Geir Magnússon
Gylfi skoraði í sínum fyrsta deildarleik á Íslandi
Gylfi í leiknum í kvöld.
Gylfi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir leikur Vals og ÍA í Bestu deildinni en staðan er 2-0 fyrir Val þegar þessi frétt er skrifuð.

Gylfi Þór Sigurðsson er að spila sinn fyrsta deildarleik á Íslandi, hann átti stóran þátt í undirbúningi fyrra marksins og skoraði svo annað markið.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„GYLFI ÞÓR!!!!!! Valsmenn eru komnir í 2-0. Siggi Lár fær boltann út til vinstri sem finnur Bjarna Mark við vítateiginn. Bjarni Mark lyftir boltanum inn á teiginn á Aron Jó sem skallar boltann fyrir fætur Gylfa sem setur boltann í netið!" skrifaði Anton Freyr Jónsson fréttamaður Fótbolta.net sem textalýsir leiknum frá Hlíðarenda.

Skömmu eftir markið var Gylfi nálægt því að skora aftur Árni Marinó í marki ÍA varði skot hans upp í þverslána.

Mikil stemning er á Hlíðarenda og uppselt á leikinn. Hér má fara í textalýsinguna.
Athugasemdir
banner
banner