Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hægt að fá Alonso lausan fyrir 13 milljónir punda á næsta ári
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso, sem hefur gert stórkostlega hluti með lið Bayer Leverkusen á tímabilinu, hefur verið orðaður við önnur félög að undanförnu. Hann hins vegar sagði sjálfur á fréttamannafundi á dögunum að hann færi hvergi í sumar.

Spánverjinn er samningsbundinn fram á sumarið 2026 og eru Real Madrid, Liverpool og Bayern Munchen sögð hafa augastað á honum.

The Mirror fjallar um það í dag að Alonso sé með riftunarákvæði í núgildandi samningi sínum sem gerir öðrum félögum kleift að kaupa hann lausan með því að greiða Leverkusen 13 milljónir punda.

Það ákvæði tekur hins vegar ekki gildi fyrr en á næsta ári.

Alonso er 42 ára og lék hann á sínum ferli með Real Sociedad, Eibar, Liverpool, Real Madrid og svo Bayern Munchen. Hann tók við stjórnartaumunum hjá Leverkusen árið 2022.

Leverkusen er svo gott sem búið að tryggja sér þýska titilinn og er enn möguleiki á því að liðið vinni einnig þýska bikarinn og Evrópudeildina.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 31 25 6 0 77 22 +55 81
2 Bayern 31 22 3 6 89 38 +51 69
3 Stuttgart 31 20 4 7 70 38 +32 64
4 RB Leipzig 31 19 5 7 73 35 +38 62
5 Dortmund 31 16 9 6 59 39 +20 57
6 Eintracht Frankfurt 31 11 12 8 47 42 +5 45
7 Freiburg 31 11 7 13 43 55 -12 40
8 Augsburg 31 10 9 12 48 52 -4 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 31 9 10 12 44 52 -8 37
11 Werder 31 10 7 14 41 50 -9 37
12 Wolfsburg 31 9 7 15 37 51 -14 34
13 Gladbach 31 7 11 13 53 60 -7 32
14 Union Berlin 31 8 6 17 26 50 -24 30
15 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
16 Mainz 31 5 13 13 32 49 -17 28
17 Köln 31 4 11 16 24 54 -30 23
18 Darmstadt 31 3 8 20 30 73 -43 17
Athugasemdir
banner