Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Gatti afgreiddi Fiorentina
Federico Gatti skoraði eina markið eftir hornspyrnu
Federico Gatti skoraði eina markið eftir hornspyrnu
Mynd: EPA
Juventus 1 - 0 Fiorentina
1-0 Federico Gatti ('21 )

Federico Gatti var hetja Juventus sem vann Fiorentina, 1-0, á Allianz-leikvanginum í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Ítalski leikmaðurinn skoraði sigurmarkið á 21. mínútu eftir hornspyrnu. Danilo átti skalla sem fór í tréverkið og til Gatti sem gat ekki annað en skilað boltanum í netið.

Dusan Vlahovic kom boltanum í netið í annað sinn um tíu mínútum síðar en hann var rétt yfir innan og markið því dæmt af.

Fiorentina átti hvert dauðafærið á eftir öðru á síðasta hálftímanum. Nico Gonzalez skaut hnitmiðuðu skoti sem stefndi í samskeytin fjær en Wojciech Szczesny náði að blaka boltanum í slá. Þá björguðu Juventus-menn á síðustu stundu á 84. mínútu eftir álitlega sókn gestanna.

Juventus vann leikinn 1-0 og er því áfram í 3. sæti með 62 stig en Fiorentina í 10. sæti með 43 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 36 40 -4 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 57 -21 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner