Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 12:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins léttur: Erum ágætlega settir í hægri bakverði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr er mættur aftur í Fram og er í byrjunarliðinu í dag.
Alex Freyr er mættur aftur í Fram og er í byrjunarliðinu í dag.
Mynd: Fram
Ef horft er í leikmannahóp Fram sést að þar eru margir kostir í boði fyrir Rúnar Kristinsson þegar kemur að stöðu hægri bakvarðar.

Sigfús Árni Guðmundsson og Adam Örn Arnarson voru í hópnum á síðasta tímabili og svo bættust þeir Kennie Chopart og Alex Freyr Elísson við í vetur.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

Rúnar ræddi við Fótbolta.net í liðinni viku og var grínast með að hann væri með mjög marga hægri bakverði í hópnum.

„Við erum með mjög marga hægri bakverði og mjög marga miðverði, erum ágætlega vel settir þar. Við erum búnir að vera púsla þessu einhvern veginn saman, en það eru einhver meiðsli. Hlynur Atli (Magnússon) er meiddur og ekkert búinn að æfa síðan ég kom. Hann þurfti að fara í aðgerð rétt fyrir jól. Brynjar (Gauti Guðjónsson) er búinn að vera inn og út, smávægileg meiðsli að stríða honum og Kyle (McLagan) er búinn að æfa mjög lítið í vetur."

„Fyrir vikið eru Þengill (Orrason) og Þorri (Stefán Þorbjörnsson) búnir að spila mikið og fá mínútur sem er mikilvægt fyrir okkur líka upp á breiddina. Við höfum verið að leita að besta kerfinu fyrir liðið. Það hefur tekið langan tíma, en ég held að það sé að blessast,"
sagði Rúnar í liðinni viku.

Fram mætir núna klukkan 13:00 liði Vestra í 1. umferð Bestu deildinni. Alex, Kennie, Kyle, Þorri og Már Ægisson eru í varnarlínunni í dag.
Rúnar Kristins: Hefur ekki gengið eins vel og maður hefði vonað
Athugasemdir
banner
banner
banner