Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þurfum að snúa við blaðinu svo við verðum ekki löðrungaðir“
Max Eberl
Max Eberl
Mynd: EPA
Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern München, hefur ekki mikla trú á því að liðið geti hent Arsenal úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bayern heimsækir Arsenal á þriðjudag en þetta verður fyrri leikur liðanna.

Bayern hefur átt slakt tímabil til þessa en liðið er í öðru sæti þýsku deildarinnar, heilum sextán stigum frá topplið Bayer Leverkusen.

Í gær tapaði liðið fyrir nýliðum Heidenheim og það þrátt fyrir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Eberl hefur ekki mikla trú á að Bayern komist áfram í Meistaradeildinni.

„Í augnablikinu sé það ekki fyrir. Við getum sagt að þeir sem hafa verið meiddir séu að koma til baka, en það hefur verið saga Bayern síðustu mánuði. Við höfum ekki náð jafnvægi, en það virkar ekki jafn auðveldlega og að segja: „Jæja, nú er það Arsenal í Meistaradeildinni“,“ sagði Eberl.

„ Ég sagði það eftir Dortmund-leikinn að það myndi reyna virkilega á karakterinn gegn Heidenheim. Við náðum að standast prófið í fyrri hálfleik en ekki í þeim síðari. Núna er það Meistaradeildarleikur gegn Arsenal og með fullri virðingu fyrir Heidenheim þá er það mun betra í fótbolta en Heidenheim. En hvað varðar viðhorf þá eru þau svipuð. Það er margt á döfinni.“

„Við ættum allir að að finna fyrir smá skömm og þurfum að gulltryggja það að við klæðumst Bayern-treyjunni á aðeins virðulegri máta og það sem allra fyrst. Við verðum að snúa við blaðinu svo við verðum ekki löðrungaðir,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner