Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Weghorst skoraði og bjargaði á línu
Wout Weghorst var allt í öllu
Wout Weghorst var allt í öllu
Mynd: Getty Images
Rocco Reitz gulltryggði sigur Gladbach
Rocco Reitz gulltryggði sigur Gladbach
Mynd: EPA
Hoffenheim og Borussia Mönchengladbach unnu bæði í 28. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Wout Weghorst, fyrrum leikmaður Manchester United, skoraði fyrsta mark Hoffenheim í 3-1 sigrinum á Augsburg. Andrej Kramaric tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar með flottu skoti fyrir utan teig og fóru heimamenn því með góða forystu inn í hálfleikinn.

Ermedin Demirovic minnkaði muninn með skoti á nærstöngina á 61. mínútu og var Augsburg nálægt því að jafna metin stuttu síðar eftir hornspyrnu en Weghorst var réttur maður á réttum stað og bjargaði á línu með því að skalla frá.

Framherjinn Ihlas Bebou tryggði sigurinn með marki undir lok leiks með frábæru skoti úr þröngu færi, efst upp í hornið. Sterkur sigur hjá Hoffenheim sem er í 8. sæti með 36 stig, eins og Augsburg sem er í sætinu fyrir ofan.

Borussia Mönchengladbach vann Wolfsburg með sömu markatölu.

Ridle Baku skoraði á 7. mínútu með skoti úr miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá hægri. Ko Itakura jafnaði snemma í síðari hálfleik með hjálp frá varnarmanni Gladbach, en hann lét vaða fyrir utan teig og breytti boltinn svakalega um stefnu og í netið.

Gladbach svaraði sex mínútum síðar er Nathan Ngoumou lagði boltann í netið af stuttu færi áður en Rocco Reitz gerði þriðja og síðasta markið á 88. mínútu með föstu skoti efst upp í hægra hornið.

Gladbach er í 11. sæti með 31 stig en Wolfsburg í 14. sæti með 28 stig.

Wolfsburg 1 - 3 Borussia M.
1-0 Ridle Baku ('7 )
1-1 Ko Itakura ('52 )
1-2 Nathan Ngoumou ('58 )
1-3 Rocco Reitz ('88 )

Hoffenheim 3 - 1 Augsburg
1-0 Wout Weghorst ('17 )
2-0 Andrej Kramaric ('20 )
2-1 Ermedin Demirovic ('61 )
3-1 Ihlas Bebou ('90 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 31 25 6 0 77 22 +55 81
2 Bayern 31 22 3 6 89 38 +51 69
3 Stuttgart 31 20 4 7 70 38 +32 64
4 RB Leipzig 31 19 5 7 73 35 +38 62
5 Dortmund 31 16 9 6 59 39 +20 57
6 Eintracht Frankfurt 31 11 12 8 47 42 +5 45
7 Freiburg 31 11 7 13 43 55 -12 40
8 Augsburg 31 10 9 12 48 52 -4 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 31 9 10 12 44 52 -8 37
11 Werder 31 10 7 14 41 50 -9 37
12 Wolfsburg 31 9 7 15 37 51 -14 34
13 Gladbach 31 7 11 13 53 60 -7 32
14 Union Berlin 31 8 6 17 26 50 -24 30
15 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
16 Mainz 31 5 13 13 32 49 -17 28
17 Köln 31 4 11 16 24 54 -30 23
18 Darmstadt 31 3 8 20 30 73 -43 17
Athugasemdir
banner
banner
banner