Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 08. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
17 ára með fimm titla
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick vann sinn fimmta titil á ferlinum í nótt er Palmeiras vann Santos, 2-0, í seinni úrslitaleiknum í ríkisdeildinni í Brasilíu.

Endrick, sem er aðeins 17 ára gamall, hefur unnið brasilísku deildina tvisvar með Palmeiras, árin 2022 og 2023, og þá vann hann einnig Ofurbikar Brasilíu.

Frá janúar og til apríl spilar Palmeiras í ríkisdeildinni í Sao Paulo en þá keppni hefur Endrick nú unnið tvisvar. Endrick var þá valinn bestur í úrslitaleiknum.

Sóknarmaðurinn hefur notið mikillar velgengni á tíma sínum hjá Palmeiras og er hann nú orðinn fastamaður í landsliðshópi Brasilíu en hann skoraði í báðum vináttuleikjunum gegn Englandi og Spáni í síðasta mánuði.

Endrick mun formlega ganga í raðir Real Madrid í sumar en er talinn efnilegasti leikmaður Brasilíu síðan Neymar kom fram í sviðsljósið fyrir um það bil fimmtán árum síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner