Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 08:26
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Þór og Þór/KA unnu ÍR á Kanaríeyjum - Elmar Kári með fjögur fyrir Aftureldingu
Elmar Kári skoraði öll fjögur mörk Aftureldingar
Elmar Kári skoraði öll fjögur mörk Aftureldingar
Mynd: Raggi Óla
Helga Guðrún og Karitas afgreiddu Stjörnuna
Helga Guðrún og Karitas afgreiddu Stjörnuna
Mynd: Fylkir
Nokkrir æfingaleikir fóru fram um helgina en Afturelding vann meðal annars 4-1 sigur á Njarðvík á meðan Þór lagði ÍR, 3-1, á Kanaríeyjum.

Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll fjögur mörk Aftureldingar í sigrinum á Njarðvík en leikurinn fór fram á Malbikstöðinni við Varmá á föstudag.

Þór vann þá Njarðvík, 3-1, í æfingaferð á Kanaríeyjum. Rafael Victor, Hermann Helgi Rúnarsson og Ingimar Arnar Kristjánsson skoruðu mörk Þórsara.

Þór/KA er einnig á Kanaríeyjum og spilaði þá einnig við ÍR, en sá leikur fór 5-0 fyrir Þór/KA. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði tvö en þær Hulda Ósk Jónsdóttir, Hildur Anna Birgisdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir komust einnig á blað. Bríet Jóhannsdóttir lagði upp þrjú í leiknum.

Kvennalið Fylkis vann þá Stjörnuna, 2-0, á föstudag. Guðrún Karitas Sigurðardóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir fögnuðu báðar nýjum samningi með því að skora í leiknum.

Úrslit og markaskorarar:

Þór 3 - 1 ÍR
Markaskorarar Þórs:Ingimar Arnar Kristjánsson, Rafael Victor, Hermann Helgi Rúnarsson

Afturelding 4 - 1 Njarðvík
Mörk Aftureldingar: Elmar Kári Enesson Cogic, 4.

Þór/KA 5 - 0 ÍR
1-0 Karen María Sigurgeirsdóttir
2-0 Hulda Ósk Jónsdóttir
3-0 Karen María Sigurgeirsdóttir
4-0 Sonja Björg Sigurðardóttir
5-0 Hildur Anna Birgisdóttir

Fylkir 2 - 1 Stjarnan
Mörk Fylkis: Helga Guðrún Kristinsdóttir og Guðrún Karitas Sigurðardóttir.
Mark Stjörnunnar: Arna Dís Arnþórsdóttir

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner