Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
„Hann er alltof aumur þarna“ - KA vann ekki þrátt fyrir yfirburði
Jajalo fær gagnrýni eftir leikinn í gær.
Jajalo fær gagnrýni eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA og HK gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildarinnar í gær en Kristijan Jajalo markvörður KA var ekki sannfærandi í jöfnunarmarki HK-inga.

Talsverð umræða hefur verið um markvarðarstöðuna hjá KA og hvort liðið þurfi að fá sér betri mann í rammann.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Kristijan Jajalo er alltof aumur þarna, og er eiginlega bara 'búllýaður'. Hæsti maður vallarins, Atli Þór Jónasson, skallar boltann nánast bara í autt markið," sagði Ríkharð Óskar Guðnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, um jöfnunarmark HK í Tilþrifunum.

Sigurbjörn Hreiðarsson, sérfræðingur, tók undir þetta.

„Þarna verður markvörðurinn að gera betur, það er alveg á hreinu. HK-ingar gera þetta vel með því að fara í hrúgu á hann og trufla hann. En KA menn eru ekki ánægðir með að fá svona mark á sig og vinna ekki leik þar sem þeir eru miklu betri," sagði Sigurbjörn.

KA var 64% með boltann og átti 26 marktilraunir gegn 7 frá HK, 13 hornspyrnur gegn 1. En þrátt fyrir mikla yfirburði tókst KA ekki að vinna leikinn. Maður leiksins var án nokkurs vafa Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK.
Athugasemdir
banner
banner