Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Pabbi Van de Ven er fyrrum leyniþjónustumaður og stjarna í Hollandi
Micky van de Ven verður 23 ára í næsta mánuði.
Micky van de Ven verður 23 ára í næsta mánuði.
Mynd: Getty Images
Hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven skoraði flott mark í 3-1 sigri Tottenham gegn Nottingham Forest í gær. Þessi stóri og stæðilegi ungi leikmaður hefur slegið í gegn hjá Spurs og er í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum.

Pabbi hans, Marcel, á líka marga aðdáendur en hann er vinsæl sjónvarpsstjarna og fyrrum leyniþjónustumaður í Hollandi.

Marcel var áðyr spæjari sem var að glíma við harðsvíruðustu glæpamenn Hollands og er nú í raunveruleikaþáttunum 'Hunted' þar sem hann og hans teymi eltast við fólk á flótta. Þá hefur hann gefið út ævisögu sem fór á topp metsölulistans í Hollandi.

„Ég vissi ekki um allt sem hann gerði í vinnunni því það var ansi hættulegt. En svo hefur maður lesið um það í bókinni sem hann skrifaði. Hann vann í leyni og glímdi við stærstu glæpamenn landsins. Hann kom alltaf seint heim og þegar hann kom var í mismunandi bílum. Ef þið vitið hvað ég meina," segir Van de Van.

Hann segir að pabbi sinn hafi hjálpað sér mikið á ferlinum, meðal annars í að aðlagast meiri pressu og krefjandi aðstæður.

„Þegar þú ert ungur og spilar á stórum leikvöngum þá verður þú stressaður í fyrstu leikjunum. Hann kenndi mér að höndla það. Ég hafði aldrei spilað á svona stórum leikvöngum eins og eru í Bundesligunni og ensku úrvalsdeildinni," segir Van de Van, sem gekk í raðir Tottenham frá Wolfsburg síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner