Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Davies í banni í seinni leiknum gegn Arsenal
Mynd: EPA
Kanadíski vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies verður ekki með Bayern München gegn Arsenal í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Davies, sem er mikilvægur hlekkur í liði Bayern, fékk að líta gula spjaldið á 9. mínútu leiksins fyrir að brjóta á Bukayo Saka.

Þetta var þriðja gula spjaldið sem hann fær í Meistaradeildinni og er hann því kominn í eins leiks bann.

Hann verður því ekki með gegn Arsenal í seinni leiknum á Allianz-leikvanginum í næstu viku en það er ekki fyrr en eftir 8-liða úrslitin sem gulu spjöldin þurrkast út og allir byrja á núlli.

Leon Goretzka, miðjumaður Bayern, er einnig á hættusvæði, en ef hann fær gult í kvöld þá missir hann af seinni leiknum. Declan Rice og Kai Havertz eru einnig á hættusvæði. Allir þrír leikmennirnir eru enn inn á vellinum þegar þetta er skrifað.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner