Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 09:16
Innkastið
„Dómaranefndin fær gula spjaldið frá okkur“
Dómararnir dreifa gulu spjöldunum eins og sælgæti, eins og komist hefur verið að orði.
Dómararnir dreifa gulu spjöldunum eins og sælgæti, eins og komist hefur verið að orði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ingi Jónsson dómari.
Jóhann Ingi Jónsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómarar Bestu deildarinnar voru fljótir að seilast í vasann og taka upp gula spjaldið í 1. umferð deildarinnar. Það er áhersluatriði hjá dómurunum að spjalda fyrir mótmæli og kjaftbrúk og þegar verið er að tefja með ýmsum hætti.

Þessi áhersluatriði virðast hafa komið öllum í opna skjöldu; leikmönnum, þjálfurum, starfsfólki, fjölmiðlamönnum og áhorfendum.

„Það er verið að spjalda þegar það er verið að tefja eða með einhvern kjaft. Ég vona að þetta verði bara í fyrstu umferðunum og svo muni þetta jafnast út og menn læri inn á þetta," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

Menn furða sig á því að fjölmiðlar sem fjalla um mótið hafi ekki fengið neinar upplýsingar um þessi áhersluatriði fyrir mótið.

„Það eru áherslubreytingar, af hverju er ekki látið vita af þeim fyrir mótið? Send yfirlýsing á fjölmiðla svo almenningur sé eitthvað meðvitaður um þetta? Af hverju eru áhersluatriðin fyrir fótboltasumarið ekki kynnt svo fólk viti hvað er í gangi? Dómaranefndin fær gula spjaldið frá okkur," segir Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net.

Miðað við orð Damir Muminovic í viðtali við Vísi eftir leik í gær fengu leikmenn heldur ekki upplýsingar um þessar áherslur.

„Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli," sagði Damir.
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner