Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 11:50
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Fall „ferskur“ eftir bílveltuna - Stefnir á að æfa á fimmtudag
Sergine Modou Fall.
Sergine Modou Fall.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sergine Fall, leikmaður Vestra, er ekki rifbeinsbrotinn eftir bílveltuna um liðna helgi. Samúel Samúelsson hjá Vestra segir við mbl.is að leikmanninum væri aðeins illt í rifbeininu en stefndi á æfingu á fimmtudaginn.

„Hann er bara fersk­ur. Hann kom vest­ur með flugi seinnipart­inn í gær og var bjart­sýnn á að æfa á fimmtu­dag­inn sagði hann," segir Samúel við mbl.

Eftir að Vestri tapaði gegn Fram um helgina þá missti ökumaður eins af bílunum sem fluttu leikmenn til Ísafjarðar stjórn á bíl sínum og hann valt.

Fall var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar en sem betur fer reyndust meiðsli hans ekki alvarleg. Talinn var möguleiki á rifbeinsbroti en svo reyndist ekki vera.

Vestri heimsækir Breiðablik í 2. umferð Bestu deildarinnar á laugardaginn.

Athugasemdir
banner
banner
banner