Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir Guðjóns: Ég get ekki svarað því núna
Guðjón Pétur.
Guðjón Pétur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson hefur æft með FH-ingum að undanförnu og spilaði í aðdraganda Íslandsmótsins æfingaleiki með liðinu. Hann hefur ekki fengið félagaskipti í FH og var því ekki í leikmannahópnum gegn Breiðabliki í gærkvöldi.

Guðjón Pétur er 36 ára miðjumaður sem lék með Grindavík síðasta sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, ræddi við Fótbolta.net og var þjálfarinn spurður hvort það stæði til að semja við Guðjón Pétur.

„Ég get ekki svarað því núna, það á bara eftir að koma í ljós. Hann hefur verið að æfa með okkur og staðið sig vel."

Hefur þú áhuga á því að semja við hann?

„Eins og ég segi þá ætlum við að skoða það," sagði Heimir.

Á miðsvæðinu er FH með þá Loga Hrafn Róbertsson, Baldur Kára Helgason, Björn Daníel Sverrisson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson, Finn Orra Margeirsson og Grétar Snær Gunnarsson hefur glímt við meiðsli.
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Athugasemdir
banner
banner
banner