Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Kane kann vel við sig á Emirates
Harry Kane fagnar marki sínu á Emirates
Harry Kane fagnar marki sínu á Emirates
Mynd: Getty Images
Harry Kane, leikmaður Bayern München og enska landsliðsins, skoraði annað mark liðsins er hann kom því í 2-1 gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann skrifaði sig um leið í sögubækurnar.

Það tók Arsenal aðeins tólf mínútur að taka forystuna á Emirates og venjulega þegar það gerist þá koma fleiri í kjölfarið en ekki í þetta sinn.

Serge Gnabry jafnaði metin gegn sínum gömlu félögum aðeins sex mínútum síðar og á 32. mínútu kom Kane liði Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot William Saliba á Leroy Sane.

Kane skoraði örugglega úr spyrnunni en þetta var sjötta mark hans á Emirates. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk gegn Arsenal á Emirates en Kane.

Staðan er enn 2-1 fyrir Bayern þegar hálftími er eftir af leiknum.


Athugasemdir
banner