Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Meistararnir á Bernabeu og Arsenal fær Bayern í heimsókn
Mynd: Getty Images

Átta liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast í kvöld á tveimur risaleikjum.


Ríkjandi Meistaradeildarmeistarar, Manchester City, mæta Real Madrid á Santiago Bernabeu. Real Madrid vann Leipzig í átta liða úrslitum samanlegt 2-1 en Man City lenti ekki í neinum vandræðum með FC Kaupmannahöfn og vann viðureignina 6-2 samanlagt.

Í hinni viðureign dagsins eigast við Arsenal og Bayern á Emirates.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Bayern er í brasi heima fyrir og er 16 stigum á eftir toppliði Leverkusen.

Arsenal vann Porto eftir vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitunum en Bayern tapaði fyrri leiknum á Ítalíu gegn Lazio 1-0 en snéri blaðinu við og vann síðari leikinn 3-0.

CHAMPIONS LEAGUE: Quarterfinal

19:00 Arsenal - Bayern
19:00 Real Madrid - Man City


Athugasemdir
banner
banner