Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Tipsbladet 
Segja Lyngby vera að klára kaupin á Andra Lucasi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danski blaðamaðurinn Mikkel Fuhr Nielsen greinir frá því á Tipsbladet að Lyngby sé að ganga frá samkomulagi við Norrköping um kaup á Andra Lucasi Guðjohnsen.

Andri Lucas er á láni hjá Lyngby út þessa leiktíð og á danska félagið möguleika á að kaupa hann fyrir um það bil 2 milljónir danskra króna.

Lyngby hefur átt í löngum og erfiðum viðræðum við Norrköping um Andra en nú virðast þær vera komnar langt á veg.

Tipsbladet segir að Andri muni gera þriggja ára samning við Lyngby.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið frábær í Danmörku en hann er með 11 mörk í 25 leikjum í deild- og bikar.

Norrköping fékk Andra frá Real Madrid árið 2022 en fékk aldrei raunverulegt tækifæri til að eigna sér framherjastöðuna í Svíþjóð og því lánaður til Lyngby, þar sem hann hefur svo sannarlega blómstrað.
Athugasemdir
banner
banner
banner