Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Talsvert öðruvísi aðstæður og mikill fjöldi á vellinum
Icelandair
Ísland fagnar marki gegn Póllandi.
Ísland fagnar marki gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigurinn gegn Póllandi.
Eftir sigurinn gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið spilar við Þýskaland í borginni Aachen á eftir en flautað verður til leiks klukkan 16:10. Þetta er annar leikur Íslands í undankeppni EM 2025 en fyrsti leikurinn var 3-0 sigur gegn Póllandi á Kópavogsvelli síðasta föstudag.

Leikurinn í dag verður auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og svo verða viðtöl eftir leik.

Það er óhætt að segja að aðstæður séu aðeins öðruvísi hér í Þýskalandi en á Íslandi. Það er búið að vera mjög kalt á Íslandi og var hitinn við frostmark síðasta föstudagskvöld.

Áhorfendur á leikjum í Bestu deildinni hafa þá gengið út af völlum með frosna fætur síðustu daga.

En hér í Þýskalandi er hitinn í kringum tólf gráðurnar í dag og veðrið mjög fínt. Vorið er svo sannarlega komið í Aachen og það styttist í sumar en búist er við rúmlega 20 gráðu hita núna um helgina.

Góð mæting á völlinn
Það er þá búist við góðri mætingu á Tivoli völlinn í Aachen í dag en þýska knattspyrnusambandið sagði frá því í gær að um 15 þúsund miðar væru seldir á leikinn.

Völlurinn er með pláss fyrir rúmlega 27 þúsund manns í landsleikjum og verður gaman að sjá stemninguna sem mun myndast á vellinum á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner