Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 12. mars 2019 08:38
Elvar Geir Magnússon
Braut Henderson skiltareglu Klopp?
Regla brotin... eða hvað?
Regla brotin... eða hvað?
Mynd: Skjáskot
Fyrir ofan leikmannagöngin á Anfield er hið fræga 'This Is Anfield' skilti sem leikmenn Liverpool snertu áður fyrr á leið sinni út á völlinn.

Jurgen Klopp setti þó nýja reglu, um að bannað væri að snerta skiltið fræga fyrr en liðið færi að vinna titla.

Jordan Henderson virðist hafa brotið þessa reglu fyrir leik gegn Watford á dögunum, eins og sést í svipmyndum bak við tjöldin sem Liverpool birti á Youtube.

Klopp sagði í viðtali fyrir fremur árum að skiltið væri merki um virðingu og það ættu leikmenn liðsins ekki að snerta fyrr en titill væri í húsi.

Ekki er líklegt að Klopp taki þessu broti alvarlega og svo bendir einn stuðningsmaður Liverpool á það í ummælakerfi Mirror að kannski hafi Henderson ekki brotið neina reglu eftir allt.

Hann á jú titil að baki með Liverpool, enska deildabikarinn 2012. Kannski er regla Klopp einstaklingsmiðuð?

Annars er það að frétta af Liverpool að liðið, sem er einu stigi frá toppliði Manchester City í úrvalsdeildinni, leikur gegn Bayern München í Meistaradeildinni á morgun. Fyrri leikurinn endaði 0-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner