Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   þri 12. mars 2019 11:47
Elvar Geir Magnússon
Kröfurnar þrjár sem Zidane gerði
Zidane er mættur aftur.
Zidane er mættur aftur.
Mynd: Getty Images
„Ég hef búið hér í Madríd en er búinn að hlaða batteríin. Ég er klár í að stýra hjá þessu magnaða félagi á ný," sagði Zinedine Zidane þegar hann var kynntur sem þjálfari Real Madrid í gær.

Zidane yfirgaf Bernabeu eftir síðasta tímabil en er mættur aftur eftir að Santiago Solari var rekinn.

Zidane er sagður hafa gert þrjár kröfur sem forseti Real, Florentino Perez, samþykkti.

Zidane fór fram á að leikmannahópurinn yrði styrktur verulega í sumar en búist er við því að þrjú stór nöfn að minnsta kosti mæti.

Kylian Mbappe, Eden Hazard, Paul Pogba og Sadio Mane eru meðal leikmanna sem sagðir eru á blaði hjá Real.

Zidane ku hafa gert kröfu um að engar ákvarðanir um innan vallar málefni yrðu teknar án hans samþykkis og býst Frakkinn við að stjórnin sýni honum stuðning í sínum hugmyndum.

Þá fær Zidane launahækkun til að sýna mikilvægi hans hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner