Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 12. mars 2019 18:30
Elvar Geir Magnússon
Ödegaard: Ég er ekki 20 milljóna evra virði
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, miðjumaður Real Madrid, hefur sagt fjölmiðlum að hann sé ekki 20 milljóna evra virði.

Þessi tvítugi norski leikmaður er á láni hjá Vitesse Arnheim í Hollandi en sögusagnir hafa verið um að Ajax vilji kaupa hann fyrir 20 milljónir evra.

Ödegaard er með fimm mörk og sex stoðsendingar á tímabilinu fyrir Vitesse.

„Ég held að ég sé ekki svona mikils virði. Upphæðirnar sem eru í gangi í fótboltanum eru komnar úr böndunum," segir Ödegaard.

„Ég hef lesið einhverjar sögur en hef ekki hugmynd um það hvort þær séu sannar eða ekki."

Ödegaard á aðeins tvo leiki fyrir aðallið Real Madrid en hann kom 2014 og er samningsbundinn til 2021. Sagt er að hann vilji alfarið fara í hollenska boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner