Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 12. mars 2019 08:20
Elvar Geir Magnússon
Zidane fær 47 milljarða króna til leikmannakaupa
Powerade
Zidane var kynntur hjá Real Madrid í gær.
Zidane var kynntur hjá Real Madrid í gær.
Mynd: Getty Images
Matthijs De Ligt.
Matthijs De Ligt.
Mynd: Getty Images
Suso.
Suso.
Mynd: Getty Images
Zidane, Hazard, Eriksen, Solskjær, Suso, De Ligt og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur lofað Zinedine Zidane 300 milljónum punda (47 milljörðum íslenskra króna) í leikmannakaup í sumar. Spænsku risarnir hafa meðal annars áhuga á Eden Hazard (28) hjá Chelsea og Christian Eriksen (27) hjá Tottenham. Meðal þeirra sem munu fara frá Bernabeu í sumar eru Luka Modric (33) og Gareth Bale (29). (Independent)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segist vilja kaupa bæði Kylian Mbappe (20) og Neymar (27). (Goal)

Reyndustu leikmenn Real Madrid vildu ekki fá Jose Mourinho aftur við stjórnvölinn. (Mail)

Endurkoma Zidane eru góðar fréttir fyrir Isco (26) sem var úti í kuldanum hjá Santiago Solari. Þetta eru hinsvegar vondar fréttir fyrir James Rodriguez (27) sem á enga leið til baka. (Mirror)

Manchester United vill nota landsleikjahléið sem er framundan til að staðfesta Ole Gunnar Solskjær sem nýjan stjóra. Hann er sá eini sem United horfir til í dag. (Mirror)

Solskjær er tilbúinn að láta Alexis Sanchez (30) fara á láni. (Sun)

Barcelona ætlar að leggja mikla áherslu á að fá miðvörðinn Matthijs de Ligt (19), leikmann Ajax og hollenska landsliðsins. (Goal.com)

Æðstu menn Arsenal segja að þeir leikmenn sem eiga bara tvö ár eftir af samningi og neiti að skrifa undir verði seldir. Aaron Ramsey (28) fer frítt frá félaginu í sumar og það vill ekki endurtekningu á þessari stöðu. (Metro)

Njósnarar Arsenal voru mættir til Ítalíu um helgina til að horfa á Spánverjann Suso (25) hjá AC Milan. Suso er fyrrum leikmaður Liverpool. (Caught Offside)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tikynnir nýjan hóp á morgun og íhugar að kalla inn James Ward-Prowse (24) sem hefur verið frábær með Southampton. England á leiki framundan gegn Tékkum og Svartfellingum í undankeppni EM. (Mirror)

Celtic í Skotlandi vill fá tékkneska varnarmanninn Tomas Kalas (25) frá Chelsea en mun einnig reyna að fá serbneska miðvörðinn Srdjan Babic (22) frá Rauðu stjörnunni. (Star)

Liverpool, Tottenham, Manchester United, Bayern München, Borussia Dortmund og Inter hafa öll sent njósnara til að fylgjast með vængmanninum Steven Bergwijn (21) hjá PSV Eindhoven. Verðmiðinn á Hollendingnum fer yfir 30 milljónir punda. (De Telegraaf)

Senol Gunes, stjóri Besiktas, segir að Loris Karius (25) sem er á láni frá Liverpool hafi ekki staðið undir væntingum og að markvörðurinn muni missa sæti sitt ef félagið finnur betri kost. (Liverpool Echo)

Kansas City í MLS-deildinni hefur fengið til sín varnartengiliðinn Gedio Zelalem (22) á frjálsri sölu frá Arsenal. Zelalem lék fjóra leiki sem varamaður í bikarleikjum fryir Arsenal. (MLSSoccer.com)

Crystal Palace ætlar að framkvæma endurbætur á Selhurst Park í sumar, þrátt fyrir óvissu um eignarhald félagsins. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner