Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 12. apríl 2024 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Augsburg dreymir um Evrópusæti
Mynd: EPA
Augsburg 2 - 0 Union Berlin
1-0 Phillip Tietz ('47 )
2-0 Sven Michel ('81 )

Augsburg lagði Union Berlín að velli, 2-0, í 29. umferð þýsku deildarinnar í kvöld.

Phillip TIetz og Sven Michel skoruðu mörk Augsburg í síðari hálfleiknum. Tietz skoraði eftir skelfileg mistök í vörn Union, en varnarmaður gestanna átti ömurlega sendingu til baka sem Tietz komst fyrir áður en hann setti boltann í netið.

Michel tvöfaldaði forystuna undir lokin og sá til þess að Augsburg haldi sér í baráttunni um Evrópusæti.

Augsburg er í 7. sæti með 39 stig, þremur stigum frá Eintracht Frankfurt sem er í 6. sæti. Það sæti gefur þátttöku í Sambandsdeild Evrópu. Union Berlín er á meðan í 13. sæti með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner