Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 13. mars 2019 08:46
Elvar Geir Magnússon
Klopp með fast skot á Neville - Sjáðu líklegt byrjunarlið Liverpool
Jurgen Klopp kann svo sannarlega að orða hlutina!
Jurgen Klopp kann svo sannarlega að orða hlutina!
Mynd: Getty Images
Gary Neville gekk ekki vel hjá Valencia.
Gary Neville gekk ekki vel hjá Valencia.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur skotið á þá sparkspekinga, þar á meðal Gary Neville, sam hafa talað um að Liverpool eigi að fórna Meistaradeildinni.

Í kvöld fer seinni leikur Bayern München og Liverpool fram í Þýskalandi en sá fyrri endaði með markalausu jafntefli.

Sjá einnig:
Neville: Hjálpar Liverpool ef liðið tapar gegn Bayern

„Þessir sérfræðingar í sjónvarpinu tala stanslaust. Það þýðir samt ekki að það sé eitthvað vitrænt sem komi út úr þeim. Það er vandamálið. Það er svo auðvelt að sitja í stúdói og tala svona um hlutina," segir Klopp.

„Það er mikill munur á því að stýra fótboltaliði og að tala um einhvern sem stýrir fótboltaliði. Við erum á lokakafla tímabilsins og eigum við að falla úr leik í Meistaradeildinni án þess að reyna? Það er algjört brjálæði."

„Þetta er ástæðan fyrir því að þeir (sparkspekingarnir) eru ekki með starf í þjálfun, ein af ástæðunum. Það er ekki hægt að fara svona í leik."

Neville, sem átti stutta misheppnaða dvöl sem þjálfari Valencia, er meðal þeirra sem hafa ýjað að því að það henti Liverpool betur í baráttunni um enska meistaratitilinn ef Bayern vinnur í kvöld.

LÍKLEG BYRJUNARLIÐ:

Bayern: Neuer; Rafinha, Boateng, Hummels, Alaba; Javi Martinez, Thiago; Gnabry, James Rodriguez, Ribery; Lewandowski

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Matiz, van Dijk, Robertson; Henderson, Fabinho; Mane, Firmino, Milner; Salah.
Athugasemdir
banner
banner