Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 18. janúar 2023 14:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron á leið til Noregs?
Aron á að baki sautján landsleiki og bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins í nóvember.
Aron á að baki sautján landsleiki og bar fyrirliðabandið þegar Ísland vann í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson er á förum frá OB í sumar, hann hefur verið leikmaður félagsins frá því hann kom frá Álasundi í janúar 2020.

Samningur hans er að renna út og hefur hann sjálfur sagt að það sé ekki í hans plönum að framlengja samning sinn. Yfirmaður fótboltamála hjá OB tjáði sig svo um Aron á dögunum.

„Það er erfitt fyrir okkur að framlengja við leikmann sem vill það ekki. Það er hluti af fótboltanum. Við höfum mikla virðingu fyrir honum. Mér finnst hann sinna sínu starfi vel á hverjum degi á æfingum og á þeim mínútum sem hann fær. Við höfum ekkert út á hann að setja. Nei, það verða engar samræður um nýjan samning. Ég sé ekki ástæðu til þess á þessum tímapunkti. Hlutir geta breyst en í dag eru engar samræður í gangi," sagði Björn Wesström.

Danski miðillinn BT greinir svo frá því í dag að Brann sé í viðræðum við Aron og það séu fleiri félög sem hafi áhuga á því að fá landsliðsmanninn í sínar raðir. Aron sé að meta það hvert hans næsta skref á ferlinum eigi að vera. Möguleiki er á því að Aron fari strax í janúar eða í sumar þegar samningur hans rennur út.

Ef Brann vill fá hann núna þarf félagið að ná samkomulagi við OB.

Aron á að baki 82 leiki með OB og hefur í þeim skorað fimm mörk og lagt upp átta. Hann hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð.

Sjá einnig:
„Þá kemur ekki til greina að hann fari eitthvert annað en í Víking"
Aron ósáttur og er á förum frá OB
Athugasemdir
banner
banner