Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 18. nóvember 2021 21:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ási: Þetta var það sem okkur fannst réttast að gera
Ási á hliðarlínunni í kvöld.
Ási á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tiffany McCarty
Tiffany McCarty
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María varðist sem fremsti maður.
Agla María varðist sem fremsti maður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi niðurstaða. Það sem við lögðum upp með var að ganga þokkalega á köflum, við héldum betur í boltann og stjórnuðum leiknum á köflum, sköpuðum hálffæri, sköpuðum möguleika og það vantaði herslumuninn," sagði Ásmundur Arnarsson á fréttamannafundi eftir tap Breiðabliks í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 Kharkiv

Þjálfarinn hélt áfram: „Það var kannski sér í lagi í fyrri hálfleik þar sem voru fínir möguleikar til þess að skora á þær. Ég held að ef við hefðum náð að brjóta ísinn á undan þá hefðum við séð aðra þróun á leiknum. Ef þú nýtir ekki færin þín þá bíðuru upp á möguleika á hröðu upphlaupi eins og gerðist. Okkur var refsað og við ræddum það fyrir leikinn að þær eru gott lið og nýta sína sénsa."

Þú talar um herslumuninn, geturu útskýrt hver hann var? Hvað fór úrskeiðis?

„Það eru gæðin í að klára færin og möguleikana sem við fengum."

Eins og svart og hvítt
Hver fannst þér munurinn á þessum leiknum og fyrri leiknum gegn Kharkiv?

„Úti á móti Kharkiv spiluðum við miklu passívri leik, vorum aftar á vellinum ogvildum reyna að sækja hratt á þær. Núna reyndum við að komast framar á völlinn, pressa þær hærra og reyndum að ná að betri tökum á boltanum til að búa til fleiri færi."

„Munurinn á leikjunum er svart og hvítt hvað þetta varðar, úti gekk okkur mjög illa að halda boltanum, náðum varla að tengja á milli en það var miklu betra núna. Færin og möguleikarnir voru miklu fleiri núna og það eru fullt af hlutum sem við sjáum breytingu á milli leikja. Niðurstaðan er samt sem áður mjög svekkjandi."


Vildi meiri kraft og hraða
Af hverju notaru Tiffany Mc Carty, hreinræktaða 'níu' í þessum leikjum?

„Við höfum viljað fá kannski meiri kraft og hraða upp á topp. Það er mikið svæði á bakvið vörn Kharkiv og hennar helstu kostir eru inn í teignum, að nýta það sem fellur til þar. Hingað til í mótinu höfum við varla komist í þá stöðu þar sem það nýtist."

Extra slæmur tímapunktur
Hversu mikið breytist hálfleiksræðan þegar þær skora rétt fyrir hálfleik?

„Auðvitað var það mjög svekkjandi tímapunktur að fá á sig mark en við þurfum að líta á hvað var að ganga upp og hvað vantaði upp á, reyna að fara betur yfir það og reyna ná betri seinni hálfleik eftir sem áður. Það er alltaf fúlt að fá á sig mark en þetta var extra slæmur tímapunktur."

Hvaða möguleikar voru?
Gerðir tvær skiptingar í leiknum og þær komu frekar seint. Ef þú horfir núna til baka, hefðiru viljað gera eitthvað öðruvísi þegar kemur að skiptingunum?

„Ég á eftir að kryfja það betur en það er atriði sem maður skoðar alltaf eftir á. Áttiru að breyta fyrr? Hefði það breytt einhverju? Hvaða möguleikar voru? Akkúrat í augnablikinu þá var þetta það sem okkur fannst réttast að gera."

Búið að vera langt og strangt mót
Það eru tveir mánuðir síðan tímabilið hérna heima kláraðist. Fannst þér vera skortur á leikæfingunni í þessum leik?

„Ég veit það ekki. Partur af hópnum er að taka þátt í leikjum með landsliðinu með þessum leikjum. Parti þurfum við að halda á tánum með einhverjum æfingaleikjum. Mér finnst þær vera halda ótrúlega vel út stelpurnar, þetta er búið að vera langt og strangt mót hjá þeim."

„Að framlengja þetta með þessum hætti... ég gat ekki séð að það hafi vantað leikæfingu í dag, það var hitt liðið sem var dottið í krampa þegar líða fór á leikinn. Mér fannst það ekki há okkur í dag."


Reyna fá eins mikið út úr þessu og hægt er
Tveir leikir eftir í keppninni, munum við sjá einhverjar nýjar áherslur eða eitthvað slíkt?

„Það verður bara að koma í ljós. Í næstu viku fara sumar í landsliðsverkefni og við reynum að halda hinum á tánum. Við skoðum svo hvernig við mætum þessum liðum, hvað við getum gert."

„Miðað við fyrri leikina þá þurfum við að vera þéttar í vörn, leggja mikla áherslu á það. Ég er sammála Ástu að markmiðið núna hlýtur að vera ná að brjóta ísinn, skora mark og ná í eins góð úrslit og hægt er."

„Við viljum jafnframt nýta þetta móment sem þessi keppni er, með okkur. Þetta er risastór keppni og við þurfum að halda áfram þó að staðan sé eins og hún er að reyna fá eins mikið út úr þessu og hægt er. Fyrir alla aðila, klúbbinn, leikmenn og alla, til að taka með í reynslubankann í framhaldinu,"
sagði Ási að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner