Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 19. ágúst 2021 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristall Máni: Meðan ég er að setjann þá þarf ég ekki að hlaupa
Kristall Máni
Kristall Máni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var valinn bestur í síðustu umferð í Pepsi Max-deildinni. Hann skoraði tvö mörk fyrir Víking í leiknum gegn Fylki, átti frábæran leik.

Sjá einnig:
Bestur í 17. umferð - Fékk bögg úr stúkunni allan leikinn en efldist bara við það

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Víkingur R.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í Kristal í viðtali eftir leik.

„Kristall getur farið eins langt og hausinn hans fer með, hann er einn af þeim sem þarf að draga af æfingasvæðinu. Hann hatar að hlaupa og þrekæfingar en láttu hann hafa bolta og hann hættir ekki," sagði Arnar.

Kristall sjálfur var til viðtals eftir leikinn og var spurður út í ummæli Arnars um hlaupin. „Arnar var að segja að þú værir gaurinn sem væri alltaf með bolta en fynndist leiðinlegt að hlaupa. Er það ekki þannig sem maður á að vera í fótbolta?" spurði Magnús Þór Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net.

„Ég myndi segja það. En þeir eru alltaf eitthvað að stríða mér að ég hlaupi ekki nóg. Meðan ég er að setjann þá þarf ég ekki að hlaupa," sagði Kristall.

Kristall er nítján ára og gekk í raðir Víkings fyrir síðasta tímabil, fyrst á láni frá FC Kaupmannahöfn. Hann er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir FCK árið 2018. Í sumar hefur hann skorað þrjú mörk í sextán leikjum. Eitt gegn KA og tvö gegn Fylki í síðustu tveimur leikjum.
Arnar: Við erum farnir að njóta þess að vera í toppbaráttu
Kristall: Klára tímabilið með Víking og sjáum svo
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner