Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 22. apríl 2018 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City blés til veislu gegn Swansea
Silva skoraði fyrsta markið.
Silva skoraði fyrsta markið.
Mynd: Getty Images
Verðugir Englandsmeistarar.
Verðugir Englandsmeistarar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City 5 - 0 Swansea
1-0 David Silva ('12 )
2-0 Raheem Sterling ('16 )
3-0 Kevin de Bruyne ('54 )
4-0 Bernardo Silva ('64 )
4-0 Gabriel Jesus ('64 , Misnotað víti)
5-0 Gabriel Jesus ('88 )

Nýkrýndir meistarar Manchester City blésu til veislu á Etihad-vellinum í dag. Þeir mættu Svönunum frá Wales og spiluðu eins og sönnum Englandsmeisturum sæmir.

David Silva kom City yfir á 12. mínútu og stuttu síðar var Raheem Sterling búinn að bæta við öðru marki. Sterling er kominn með 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni en það er tvöfalt meira en fyrrum besti árangur hans í markaskorun í deildinni. Hann skoraði níu mörk fyrir Liverpool þegar liðið vann næstum því deildina árið 2014.



Sett í næsta gír í seinni hálfleik
En aftur að leiknum. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir City en ef eitthvað er, þá gáfu þeir bara í þegar í seinni hálfleikinn var komið. Kevin de Bruyne, sem er í baráttu við Mo Salah um að vera besti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili, bætti við þriðja markinu áður en Bernardo Silva gerði það fjórða.

Gabriel Jesus rak svo síðasta smiðshöggið á 88. mínútu og lokatölurnar í Manchester, Man City fimm, Swansea núll.

City heldur í 16 stiga forskot sitt á Manchester United en Swansea-menn eru ekki búnir að forða sér frá falli. Swansea er í 17. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti.

City mun taka á móti bikarnum 6. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner