Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 26. ágúst 2019 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörvar telur að Haukur hafi leiðrétt aðstoðardómarann
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Mikael dæmdi að lokum markið ógilt.
Helgi Mikael dæmdi að lokum markið ógilt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Már skoraði.
Þorsteinn Már skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mjög svo umdeilt atvik á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar mark var dæmt af Stjörnunni í seinni hálfleik. Valur og Stjarnan áttust við í Pepsi Max-deildinni.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði þriðja mark Stjörnunnar í seinni hálfleiknum, en það var dæmt af í þann mund er Valur var að taka miðju til þess að hefja leikinn á ný.

„Það var ótrúlegt atriði að eiga sér stað hér. Þorsteinn Már skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna. Dómarinn ræddi við aðstoðardómarann og dæmdi svo mark. Síðan þegar Valur var að fara taka miðjuna dæmdi allt í einu Helgi markið ólöglegt og Valur fær aukaspyrnu. Mjög spes því hann flautaði markið fyrst á!" skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu frá leiknum.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en ánægður.

„Eftir að við skorum þetta 3-1 mark fáum við að fagna í tvær mínútur áður en hann flautar það allt í einu af. Þetta eru auðvitað bara galin vinnubrögð hjá öllum þessum fjórum snillingum sem dæmdu þennan leik. Hann réði ekkert við þetta, bara ekki neitt. Það var eins og það væri allt í einu einhver VAR dómgæsla upp í stúku, þetta er svo mikil þvæla að hálfa væri nóg," sagði Rúnar.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, telur að Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, hafi mikið haft með þetta atvik að gera.

„AD1 (Aðstoðardómari 1) segir við Hauk að Valsari hafi skallað boltann til Þorsteins Más. Haukur leiðréttir það og markið dæmt af. Sést í TV," skrifar Hjörvar á Twitter.

„Ég hef aldrei séð svona áður"
Auðvitað var farið yfir atvikið í Pepsi Max-mörkunum fyrr í kvöld. Reynir Leósson og Atli Viðar Björnsson voru sérfræðingar þáttarins.

„Ég hef aldrei séð svona áður," sagði Reynir.

„Hann horfði töluverðan tíma á línuvörðinn, ekkert flagg og ekki neitt þannig að þeir dæma mark. Hann spjallar meira að segja við hann til að fá það staðfest," sagði Atli.

Helgi Mikael dæmdi í fyrstu mark, eins og áður kemur fram..

„Það hefði að mínu viti verið rangur dómur. Ég er nokkuð viss um að Þorsteinn sé rangstæður," sagði Reynir

„Ég átta mig ekki á því hvað gerist frá því hann dæmir mark, þangað til hann tekur það til baka. Hann bendir á fjórða dómara, en hvað hefur hann til málanna að leggja til að breyta þessari ákvörðun? Ég skil þetta ekki," sagði Atli Viðar.

„Ég bjóst við því að þeir hefðu verið að horfa á einhvern skjá, verið að kíkja á útsendinguna frá leiknum og því tekið þessa ákvörðun. Ég hef aldrei séð leikinn halda áfram í það að lið tekur miðju, boltanum er spilað og leikurinn hafinn, að þá sé hann stoppaður og markið tekið af. Má það?" sagði Reynir.

Þetta var risa stór ákvörðun. Leikurinn hefði líklega verið búinn ef markið hefði verið dæmt gott og gilt. Eins og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði þá er auðveldara að koma til baka úr 2-1 en 3-1.

Sjá einnig:
Twitter - VAR án VAR á Hlíðarenda
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner