Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 26. ágúst 2019 11:01
Elvar Geir Magnússon
Sneijder fljótur að bæta á sig aukakílóum
Sneijder lagði skóna á hilluna.
Sneijder lagði skóna á hilluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingurinn Wesley Sneijder hefur verið fljótur að bæta á sig aukakílóum eftir að skórnir fóru á hilluna.

Sneijder, sem er 35 ára fyrrum hollenskur landsliðsmaður, var hjá Al-Gharafa í Katar en aðeins tvær vikur eru síðan hann lagði skóna formlega á hilluna.

Myndband sem var tekið af honum í stúkunni í leik í hollenska boltanum hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan.

Sneijder var á sínum tíma talinn einn besti sóknarmiðjumaður heims en hann var lykilmaður hjá Inter sem vann þrennuna frægu undir stjórn Jose Mourinho 2010. Þá var hann lykilmaður í hollenska landsliðinu sem komst í úrslitaleik HM 2010.

Sneijder spilaði einnig með Ajax, Real Madrid, Galatasaray og Nice.


Athugasemdir
banner
banner
banner