Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 27. ágúst 2019 09:26
Magnús Már Einarsson
Neymar sögur halda áfram - Matic ósáttur
Powerade
Hvar endar Neymar?
Hvar endar Neymar?
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic.
Nemanja Matic.
Mynd: Getty Images
Félagaskiptaglugginn utan Englands er ennþá opin og slúðurpakki dagsins litast af því.



Manchester United gæti beðið með að lána Alexis Sanchez til Inter (30) vegna meiðsla Anthony Martial (23). (Guardian)

PSG hefur sagt Real Madrid að félagið sé einungis tilbúið að selja Neymar (27) ef Vinicius Jr kemur til Parísar sem hluti af kaupverðinu. (AS)

Stjórnarmenn Barcelona hittust í gær til að undirbúa tilboð í Neymar. (Marca)

Inter gæti reynt að fá framherjann Wilfried Bony (30) í sínar raðir en hann er félagslaus eftir að samningur hans hjá Swansea rann út. Bony var á láni hjá Heimi Hallgrímssyni og félögum í Al Arabi síðari hlutann á síðasta tímabili. (Goal.com)

Nemanja Matic (31) vill ræða við Ole Gunnar Solskjær eftir að hafa misst stöðu sína í byrjunarliði Manchester United. (Mirror)

Arsenal er tilbúið að leyfa vinstri bakverðinum Nacho Monreal (33) að fara ef hann óskar eftir sölu. (Sun)

Javi Gracia er að berjast fyrir að halda starfi sínu hjá Watford eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins. (Telegraph)

Tammy Abraham (21) er að fá nýjan samning hjá Chelsea. Abraham er með 50 þúsund pund í laun á viku en nýr samningur mun tvöfalda þá upphæð. (Telegraph)

Umboðsmenn Christian Eriksen ætla ekki að hlusta á tilboð Tottenham upp á nýjan samning með 200 þúsund pund í vikulaun. Eriken verður samningslaus næsta sumar en hann vill fara til Spánar. (Mirror)

Eriksen verður líklega áfram í einhverja mánuði í viðbót hjá Tottenham eftir að ekkert varð af tilboði frá Real Madrid og Barcelona í sumar. (Mail)

Inter og Juventus hafa rætt um skipti á Mauro Icardi (26) og Paulo Dybala (25). (Gazzetta dello Sport)

Pione Sisto (24) kanmaður Celta Vigo er á leið til Torino en Daninn var á dögunum nálægt því að fara til Aston Villa. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner