Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
   fös 29. mars 2024 16:30
Sölvi Haraldsson
Adda um fjarveru Péturs: Ætlum að fá hann ferskan inn í tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var ekkert frábær leikur. Við byrjuðum illa í báðum hálfleikunum. Vorum þungar á löppunum en skoruðum tvö góð mörk. Við eigum kafla í fyrstu pressu sem ég er ánægð með en annars bara tvö góð lið að mætast. Blikar fóru auðvitað í aðeins ólíkara kerfi en þær eru vanar en heilt yfir er ég ánægð með sigurinn.“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, þjálfari Valskvenna í dag, eftir 2-1 sigur á Breiðablik í úrslitum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Sátt með að klára leikinn en hefði viljað sjá betri frammistöðu.

Við fórum bara aðeins hærra upp á þær og nýttum okkur mistök sem þær gerðu. Kate les sendinguna vel í seinna markinu og Amanda klára vel. Síðan bara vel spilað í seinni hálfleiknum. En við gerðum samt alltof mikið af klaufamistökum og áttum á köflum erfitt með að halda í boltann en þetta hafðist í dag.

Adda er þá einnig sátt með leikmennina að hafa klárað leikinn.

Ég horfi meira í það að við höfum klárað leikinn og komið okkur í gegnum þessa viku núna. Við vorum að spila tvo leiki á viku og vorum að koma úr æfingarferð. Bara hrós á þær að hafa klárað þessa leiki. Við eigum meistari meistaranna á móti Víking og við höldum bara áfram að undirbúa okkur. Við erum á fínum stað með breiðan og góðan hóp.

Samkvæmt Öddu er undirbúningstímabilið og veturinn hjá Val búinn að vera mjög góður. 

Við erum búnar að haldast nokkkuð heilar. Við erum að þétta hópinn og þeir leikmenn sem hafa komið inn hafa staðið sig mjög vel svo ég er mjög ánægð með undirbúningstímabilið.

Deildin verður erfiðari og Pétur í orlofi.

Ég held að þetta verður skemmtilegt Íslandsmót. Við erum að byrja snemma og erum að fá góð lið upp. Við þurfum að hafa okkur alla við að halda í dolluna.

Maður segir þetta alltaf en það er einhver tilfinning hjá mér. Mér finnst liðin vera að gera vel. Bæði eru þau skipulögð og í góðu standi. Þjálfararnir í deildinni eru að gera vel. Við þurfum að vera á tánum og klárar frá byrjun.

Pétur, þjálfari Vals, var hvergi sjáanlegur á hliðarlínunni í dag en hann er staddur erlendis.

Við vorum í æfingarferð á Spáni og hann var svo ægilega mjúkur þarna úti þannig við sendum hann bara í rauninni í annað frí. Við ætlum að fá hann ferskan inn í tímabilið. Hann er staddur erlendis núna.“ sagði Adda, þjálfari Vals í dag, að lokum eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner