Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema klúðraði vítaspyrnu annan leikinn í röð
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Karim Benzema klúðraði vítaspyrnu en lagði svo upp í 3-1 sigri Al-Ittihad gegn Al-Feiha í efstu deild í sádi-arabíska boltanum í kvöld. Þetta er önnur vítaspyrnan sem Benzema klúðrar fyrir Al-Ittihad í röð, eftir að hann klúðraði einnig í 2-1 sigri gegn Al-Wehda í febrúar.

Al-Ittihad er ríkjandi meistari en er ekki með í titilbaráttunni í ár. Liðið átti slæman fyrri hluta tímabils en hefur verið að spila vel síðustu mánuði og er með í baráttunni um síðasta meistaradeildarsætið eftir þennan sigur.

N'Golo Kanté, Jota, Abderrazak Hamdallah, Ahmed Hegazy og Luiz Felipe voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Ittihad í kvöld en liðið leikur undir stjórn Marcelo Gallardo.

Al-Ittihad er aðeins tveimur stigum frá Al-Ahli sem situr í síðasta meistaradeildarsætinu eftir jafntefli við lærisveina Steven Gerrard í Al-Ettifaq í kvöld.

Riyad Mahrez lagði bæði mörk Al-Ahli upp á meðan Seko Fofana skoraði fyrir heimamenn í Al-Ettifaq eftir stoðsendingu frá Karl Toko Ekambi.

Georginio Wijnaldum, Moussa Dembélé, Merih Demiral, Roberto Firmino og Allan Saint-Maximin voru meðal byrjunarliðsmanna í þessum spennandi stórslag.

Al-Ahli er í þriðja sætinu dýrmæta og þarf að girða sig í brók til að halda í það, á meðan Al-Ettifaq siglir lygnan sjó í sjötta sæti.

Þá fóru þrír aðrir leikir fram þar sem Al-Raed, Al-Taawon og Al-Khaleej kræktu í þrjú stig á haus.

Al-Ittihad 3 - 1 Al-Feiha
0-0 Karim Benzema, misnotað víti ('20)
0-1 Abdelhamid Sabiri ('25, víti)
1-1 Abderrazak Hamdallah ('30)
2-1 A. Al-Ghamdi ('45+2)
3-1 M. Al-Sahafi ('94)

Al-Ettifaq 2 - 2 Al-Ahli
0-1 F. Al-Buraikan ('8)
1-1 Seko Fofana ('45+3)
2-1 F. Al-Buraikan ('49, sjálfsmark)
2-2 A. Al-Ammar ('88)

Al-Taawon 4 - 0 Al-Hazem

Damac 0 - 1 Al-Khaleej

Al-Akhdoud 1 - 3 Al-Raed

Athugasemdir
banner
banner