Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 29. mars 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Moshiri biður um þolinmæði
Mynd: EPA
Mynd: Everton
Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton, er búinn að svara stuðningsmannahópi Everton sem vill fá ítarlegar útskýringar á ýmsum atriðum er varða yfirtöku 777 Partners á félaginu.

Moshiri er búinn að samþykkja að selja Everton til 777 Partners en eigendaskiptin hafa tekið langan tíma að ganga í gegn.

„Ég er sannfærður um að 777 séu réttu aðilarnir til að taka við þessu frábæra félagi. Eigendaskiptin ættu ekki að taka mikið lengri tíma. Ég get fullvissað ykkur um að samskipti mín við stjórnendur 777 hafa verið frábær og að þeir hafa brugðist afar vel við öllum þeim hindrunum sem hafa orðið á vegi okkar," segir Moshiri meðal annars.

„Ég skil pirring stuðningsfólks enda hafa eigendaskiptin tekið lengri tíma en við reiknuðum með. Við þurfum að virða rannsóknarferli ensku úrvalsdeildarinnar og bíða eftir niðurstöðu."

Aðilar eru vongóðir að 777 Partners muni formlega eignast meirihlutann í Everton fyrir sumarið.

Everton er fjórum stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni sem stendur, þrátt fyrir að hafa fengið sex mínusstig vegna brota á fjármálareglum.
Athugasemdir
banner
banner